Óskarinn og þannig drasl

Kvik yndi – 1

Óskarinn og þannig drasl

Í dag hefst nýr þáttur á Alvarpinu sem ber heitið Kvik yndi. Stjórnendurnir, Melkorka Huldudóttir og Ragnar Hansson, hafa mikið yndi af kvikmyndum og hafa samtals stjórnað þrem þáttum um kvikmyndir hér á Alvarpinu. Trí ló gík, Popp og fólk og Skylduáhorf. Nú kveður við nýjan tón og er Kvik yndi fjölbreyttur þáttur þar sem fjallað verður um kvikmyndir og sjónvarpsefni frá öllum mögulegum og ómögulegum vinklum.

Í þessum fyrsta þætti eru ræddar nýjar fréttir úr kvikmyndaheiminum, Óskarinn og verðlaunahátíðir teknar fyrir og í samtalið slæðast líka Bítlarnir, Netflix, broflakes og þannig drasl…

Þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.

Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!