Segðu mér satt

Kvik yndi – 2

Segðu mér satt

Á 5 ára stórafmæli Alvarpsins skýst annar þáttur Kvik yndis í loftið!

Kvik yndin taka fyrir nýjustu fréttir í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum ásamt því að ræða niðurstöður Óskarsverðlaunanna. Ragnar reyndist spá rétt fyrir um (glötuð) úrslit bestu myndar…

En meðal annars kemur í ljós að Melkorka er að gleypa í sig sjónvarpsseríu sem hún fordæmdi uppúr aldamótum og Ragnar þolir fátt minna en þegar fólk reynir að segja honum frá því hvað það dreymdi…zzz…

Aðal málefni þáttarins eru myndir sem byggðar eru á sönnum sögum. Alger sannleikur, hjarðhegðun, listrænt frelsi, ábyrgð áhorfenda og fleira gúrmei.

Þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum.

Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!