Hlusta

Bíó Tvíó - 124

Þrestir

Ungur drengur flytur í smáþorp og hörmungar dynja yfir í Bíó Tvíó þætti vikunnar. Andrea og Steindór horfðu á SPI negluna Þresti eftir Rúnar Rúnarsson. En hvað er málið með dularfull hljóð í íbúð Steindórs? Hvernig skemmdi hann brúðkaup sem hann tók upp fyrir annað fólk? Og á hvaða hljóðfæri …

Hlusta

Kvik yndi - 7

Dauði úr öllum æðum

Glænýr föstudagur og glænýtt Kvik yndi! Allskonar dauði sé hér: The Dead Don’t Die og Too Old to Die Young -til dæmis. Kvik yndum finnast mest spennandi, þessa vikuna, fréttir af Cowboy Bebop og Akira sem er japanskt teikniefni sem er í miklu uppáhaldi. Lengi hefur staðið til að gera …

Hlusta

Bíó Tvíó - 123

Útlaginn

Fjölskyldudrama, bæði fyrir persónurnar og Steindór, er viðfangsefni Bíó Tvíó þessa vikuna. Andrea og Steindór horfðu á Útlagann frá 1981, mynd byggða á Gísla sögu Súrssonar. En hvaða áhrif hefur heimsendakvíði? Er orðið fæðarveldi til? Hvernig á að verja sig gagnvart árásarmönnum? Allt þetta og reflar í Bíó Tvíó vikunnar! …

Hlusta

Kvik yndi - 6

Heimsendir af handahófi

Kvik yndin ræða nýjustu fréttir, sem eru handahófskenndar þessa vikuna: Nýjar myndir Kaufman og Jarmusch verða löðrandi í hæfileikum, Joel Coen ætlar að gera Macbeth og Werner Herzog gengur til liðs við Star Wars Mandalorian, Brie Larson var poppstjarna og Sandra Bullock kom til greina sem Neo í The Matrix. …

Hlusta

Bíó Tvíó - 122

Fyrir framan annað fólk

Maður getur ekki hætt að herma eftir fólki í mynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk frá 2016. Andrea og Steindór horfðu á mynd sem gerist í auglýsingabransanum um grafískan hönnunarsnilling sem kann ekki að kynna sig. En er Steindór verkfallsbrjótur? Hvaða áhrif hefur loðnubresturinn á matarvenjur þjóðarinnar? Og er …

Hlusta

Kvik yndi - 5

Lengi græðum á gömlum glæðum

Nú í fimmta þætti ræða Kvik yndin endurræsingar og framhöld gamalla þátta og kvikmynda. Er ekki barasta stundum tímabært að kveðja? Því oft má fara varlega með hvers maður óskar sér… En svo getur líka verið svo gott að hitta gamla vini í Arrested Development, Bill og Ted, Gilmore Girls, …

Hlusta

Fillifjónkan - 33

Næturlestir

Fillifjónkan hringir á milli Reykjavíkur og Svíþjóðar, en fer á trúnóferðalag um allan heiminn. Minjavörðurinn Lára talar frá Stokkhólmi og segir tragíska sögu af máv sem stal gúrkusamlokunni hennar og skeit á gólfið. Rithöfundurinn Júlía lætur reyna á spurninguna hve oft er hægt að minnast á leiksigur sinn sem afmælisgestur …

Hlusta

Bíó Tvíó - 121

Djúpið

Baltasar katalógurinn tæmdur í Bíó Tvíó þætti vikunnar! Andrea og Steindór horfðu á Djúpið og ræddu kindur og ókindur. En hver er skoðun stjórnenda á afsögn Sigríðar Andersen? Hvernig er að míga í saltan sjó? Og hvernig virka survival myndir? Allt þetta og völd í Bíó Tvíó vikunnar! Facebook síðu …

Hlusta

Kvik yndi - 4

Myndir um konur mega líka sökka

Kvik yndin eru loks búin að sjá Captain Marvel! Höfðu allar hræddu karlremburnar rétt fyrir sér um þá feminísku áróðursvél sem Captain Marvel er eða má hún kannski bara vera ofurhetjumynd í friði? Hvernig fannst Melkorku og Ragnari myndin? Eða öllu heldur: Hvernig finnst þeim þau mega finnast hún vera? …

Hlusta

Bíó Tvíó - 120

Blossi / 810551

Stundin er runnin upp. Andrea og Steindór horfðu á Blossa, tímamótamynd Júlíusar Kemp frá 1997. Í Bíó Tvíó vikunnar er fjallað um kynslóð sem missti tilganginn við endalok sögunnar. En hvernig er týndi þáttur Bíó Tvíó? Hvað er gott frá Frakklandi? Og hvernig var handritshugmynd Steindórs sem Kvikmyndasjóður hafnaði? Allt …