Hlusta

Trí ló gík - 6

Die Hard

Hér kemur Trí ló gík eftir örstutta töf. En biðin var þess virði enda eru kvikmyndir dagsins Die Hard myndirnar eða einsog RÚV okkar þýðir þær: Á tæpasta vaði. Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég? Líf Magneudóttir valdi þá gæða hasarþrenningu (ok þær eru víst fimm…) og …

Hlusta

Trí ló gík - 5

Utangarðsþríleikur Christian Slater

Í fimmta þætti kemur Jóhann Ævar Grímsson með sína eigin huglægu trílógíu – af því í Trí Ló Gík má það. Christian Slater Outsider Trilogy samanstendur af Heathers (1988), Pump up the Volume (1990) og True Romance (1993). Þrjár frábærar myndir sem grátbiðja um að láta tala um sig. Sjá …

Hlusta

Trí ló gík - 4

Lethal Weapon

Nú í fjórða þætti Trí ló gíkur mæta Tveir á toppnum (takk RÚV) til Melkorku og Ragnars. Eygló Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og bíónörd á valið þessa vikuna í snarskemmtilegum þætti þar sem löggufélagarnir Murtaugh og Riggs leika lausum hala. Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég? Ísskápskonur, drápsstatistík, samfélagleg …

Hlusta

Trí ló gík - 3

Star Wars

Nú í afmælisviku Alvarpsins þann þriðja þriðja er þriðji þáttur Þrennigarþáttarins Trí ló gík. Og það er bomba! Hinn ástsæli Ari Eldjárn mætir í þáttinn og spjallar við Melkorku og Ragnar um hinn brjálæðislega dáða upphaflega þríleik Stjörnustríða. Ó, Logi Geimgengill, Lilja prinsessa, Hans Óli og Loðinn hve kær þið …

Hlusta

Trí ló gík - 2

Back to the Future

Í öðrum þætti af Trí ló gík kemur Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndahönnuður til Melkorku og Ragnars og ræðir hina sívinsælu og skemmtilegu þrenningu Aftur til framtíðar. Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég? Ýmsu verður velt upp: Er handritið að fyrstu myndinni fullkomið? Hver átti upphaflega að leika Marty …

Hlusta

Trí ló gík - 1

Mad Max

Í fyrsta þættinum af Trí ló gík mætir Hugleikur Dagsson í heimsókn til Melkorku og Ragnars með Mad Max þrennuna undir handleggnum og er hún tekin til krufningar. Kynnt verða til leiks Táklippari, Næturriddarinn, Hámur, Frænka, FormannStórmann, Grimmi-Krakki að ógleymdum Tryllta Max sjálfum. Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta …