Bíbí og Nornin

Popp og fólk – 5

Bíbí og Nornin

Það gerðust ófyrirséðir atburðir við gerð þessa þáttar. Enda við hæfi þegar umfjöllunarefnið er kvikmyndin Nornin, eða The Witch, sem sýnd er í Bíó Paradís.

Ester Bíbí bassaleikari er mikil áhugamanneskja um hrollvekjur og því tilvalið að fá hana til að ræða þessa fallegu og óþægilegu mynd.

Hér er útskúfun, ofsatrú, kynþroski, synd og skömm rædd í þaula ásamt fleira góðgæti…

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?