Hugleikur og Lights Out

Popp og fólk – 7

Hugleikur og Lights Out

Popp og fólk byrjar haustið með hryllingi.

Hugleikur Dagsson vildi sjá Lights Out í bíó og hryllilegir atburðir áttu sér stað. Og það ekki bara á tjaldinu. Hávært nachossmjatt er til dæmis sérstaklega hryllilegt og því var tilvalið að fara yfir nokkrar reglur um hvernig á að haga sér í bíó.

Lights Out er byggð á samnefndri stuttmynd eftir David F. Sandberg en hann leikstýrir þessari líka. Þetta er ekki löng mynd og því gafst tími til að tala um marga áhugaverða hluti eins og trúbrögð í sci-fi og hina heilögu þrenningu blóðrásarinnar.

Hugleikur og Melkorka voru sammála um að þetta sé hinn fínasti horror og hún fékk þrjá popppoka.

Þessum upplýsingum er lofað í þættinum og athugið að þar er spillt og spoilað:
Já, Luke Cage kemur í  lok september.
Já, Maria Bello var í The Cooler og hryllingsmyndin sem Melkorka mundi ekki nafnið á heitir The Awakening.

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?