Marta María og Nightlife

Popp og fólk – 10

Marta María og Nightlife

Hér er fyrsti þáttur Popp og fólks þar sem fjallað er um myndir á Stockfish kvikmyndahátiðinni sem stendur nú yfir í Bíó Paradís.

Marta María Jónsdóttir listmálari kom með Melkorku þáttarstýru á Stockfish, þær sáu slóvensku kvikmyndina Nightlife sem fjallar um nótt í lífi eiginkonu umdeilds lögfræðings.
Eiginmaður hennar finnst í blóði sínu að næturlagi og virðist hafa verið bitinn af stórum hundum, hún sér fram á að atburðurinn verði hið mesta hneykslismál og gerir allt til að koma í veg fyrir það.
Myndin er byggð á raunverulegau máli sem átti sér stað í Slóveníu og er það enn óleyst…

Myndin fékk 3 1/2 og 4 popppoka hjá þeim stöllum.

Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!