Palli og Goodnight Mommy

Popp og fólk – 6

Palli og Goodnight Mommy

Kvikmyndanördinn og poppstjarnan Páll Óskar er mikill hryllingsmyndaaðdáandi en hann bauð uppá heimabíó með kvikmyndinni Goodnight Mommy sem núna er sýnd í Háskólabíói.

Þessi mynd er framlag Austurríkis til Óskarsverðlaunanna en leikstjórarnir Veronika Franz og Severin Fiala eru líka handritshöfundar.

Myndin fjallar um eineggja tvíbura sem búa með móður sinni í afskekktu húsi en þegar hún snýr heim eftir aðgerð á andliti eru drengirnir með efasemdir um að hún sé raunverulega móðir þeirra… Upp koma ýmsar vangaveltur um hryllingsmyndir og hvað þær geta afhjúpað hjá okkur sjálfum. Er alltaf best að horfa ljósið eða þarf ekki stundum að gefa litla skrattanum að borða?

Melkorka og Palli voru sammála um það að myndin væri áhugaverð blanda af Mommy Dearest, Audition og fleiri myndum. Ekki slæmt það. Enda fékk Goodnight Mommy fjóra popppoka -plús nokkur auka poppkorn.

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?