Alan Partridge

Skylduáhorf – 17

Alan Partridge

Skylduáhorf snýr aftur úr löngum dvala með einum ástsælasta grínkarakter allra tíma, í það minnsta í huga Ragnars þáttastjórnanda: Alan Partridge.

Alan, leikinn af Steve Coogan, er ekki mörgum Íslendingum kunnur, en er þó einn vinsælasti karakter Bretlands og hefur verið síðasta aldarfjórðunginn. Þessa dagana er verið að sýna nýja þætti með honum á BBC og nú þegar er búið að staðfesta aðra í bígerð, auk þess sem von er á framhaldi á kvikmyndinni vinsælu: Alan Partridge: Alpha Papa.

Ragnar fékk kanadíska grínistann og rithöfundinn York Underwood í heimsókn í þáttinn til að ræða allt sem við kemur Alan Partridge, enda af nægu að taka og því ekki eftir neinu að bíða. Ýttu á play!

Aha!

Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!