Citizen Kane

Skylduáhorf – 1

Citizen Kane

„Hefurðu EKKI séð hana!?“

Þetta er spurning sem allir hafa fengið á sig og líklega flestir látið frá sér þegar umræðan snýst að einhverju meistaraverki kvikmyndasögunnar. Nema kannski er þetta yfirlýsing frekar en spurning. Yfirlýsing á oftast um að gæði myndarinnar séu svo mikil að það sé hrein sturlun að viðkomandi hafi ekki barið hana augum… en er þetta frekar yfirlýsing viðkomandi hneykslara um hversu mikill smekkmaður/kona hann/hún er.

Þetta er grunnhugmyndin bak við Skylduáhorf, glænýrrar hlaðvarpsseríu um kvikmyndir í stjórn Ragnars Hanssonar.

Í Skylduáhorfi fær Ragnar til sín gest sem hann hefur hneykslast yfir að hafa ekki séð einhverja af hans uppáhalds myndum og á móti hefur gesturinn hneykslast yfir því að Ragnar hafi ekki séð einhverja af hans uppáhalds myndum!

Í þessum fyrsta þætti mætir Hugleikur Dagsson, nýstiginn upp úr skylduáhorfi sem Ragnar hafði dæmt á hann: Citizen Kane.

Citizen Kane er oftast þekkt fyrir að vera besta kvikmynd sögunnar, en samt sem áður hafa ekki margir séð hana. Er hún því kjörin sem fyrsta mynd þessa þátta.

Hafið þó engar áhyggjur! Ef þið hafið ekki séð hana nú þegar er lítil hætta á að breyting verði á. Því er ykkur algerlega óhætt að hlusta á þáttinn hvort sem er.

En ekki gleyma þó heimalærdóminum fyrir næsta þátt, en þá er Hugleikur búinn að setja Ragnari fyrir klassíkina Escape From New York.

Njótið!

Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!