Hlusta

Glápið - S03E06

S03E06 – Russian Doll

Glápið mætir í afmælispartý í dántán Manhattan. Og mætir svo aftur. Og aftur. Og aftur. Alveg þangað til að við finnum svör við ráðgátum lífsins, glitsið í matrixinu eða platónskar tvíburasálir. Okkur langaði bara í kokteil! Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Glápið - 305

S03E05 – Barry

Hvor er verri manneskja, leigumorðinginn eða leiklistarneminn? Glápið reynir að finna svarið við þessari aldagömluspurningu með því að fylgjast með ævintýrum Barry og félaga í borg englanna. Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Glápið - 304

S03E04 – ÁramótaGláp

Glápið fagnar nýju ári (sem er samt orðið pínu gamalt) og gerir upp það síðasta. Hvað var best og verst (samt ekki verst, neikvæðni er svo 2018 eitthvað) og hvað er framundan sem vekur tilhlökkun? Nýtt ár, meira Gláp! Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Glápið - 303

S03E03 – Haunting of Hill House

Skammdegið hefur hertekið Glápið og við sjáum ekki út úr augum fyrir hryllingi. Sem betur tekur Hill House okkur opnum örmum með snarbröttum stigum, undarlegum ljósum og rauða herberginu sem alltaf er læst. Rare Find á Airbnb! Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Glápið - 302

S03E02 – Castle Rock

Glápið læsir hurðum, lokar gluggum og vonar að það dugi til að halda axarmorðingjum og Skarsgårdbræðrum úti á meðan við kúrum okkur undir teppi og hættum okkur inn í myrkraveröld Stephen King í smábænum Castle Rock. Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Glápið - 301

S03E01 – Sharp Objects

Glápið fyllir vatnsbrúsana sína með Tindavodka og heldur af stað í molluna í Wind Gap. Missouri til að hitta fyrir klikkaðar konur, sveitta menn og tannlaus svín. Tene hvað?! Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!