Hlusta

Kvik yndi - 16

Hulliwood samsærið

Hugleikur Dagsson er gestur Kvik yndis þessa vikuna. Flatjarðlinga- og samsæriskenningar fá sitt verðskuldaða pláss, ásamt öllum nýjum fréttum. Einnig ná Kvikyndin að tilkynna andlát löngu látins manns… Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi af kvikmyndum. Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Kvik yndi - 15

Lifandi hlutir

Þýskur netlaus skógur varð þess valdur að enginn þáttur kom í síðustu viku -svo nú mæta Kvik yndin tvíelfd til leiks! Robert Pattison ER Batman, Edgar Wright er kominn á stúfana, Kristen Wiig og Georgía, Dark Crystal, Toy Story og ELO, Ghibli, Spike Lee og svo er Keanu ekki langt …

Hlusta

Kvik yndi - 14

Tarantino Cannes ekki á konur

Nú er Cannes kvikmyndahátíðin í gangi og Tarantino, Tilda Swinton og Mr. Sigurðsson vekja mesta athygli hjá Kvik yndum. Svo er mikið af spennandi efni er á leiðinni: Booksmart, Picard, Terminator og Tenet. Kvik yndin spá í hvort Fleabag eða Deadwood sé betra. Hvort ER betra? Þegar stórt er spurt …

Hlusta

Kvik yndi - 13

Svört ekkja, svartari blettur

Kvik yndin voru dugleg í áhorfi þessa vikuna og ræða loks þær hliðar Avengers: Endgame sem fóru hvað mest í taugarnar á þeim, þrátt fyrir mikla ást á myndinni. Varúð: Spjall fullt af spillum! Þar að auki ræða þau nýjan leðurblökumann, nýja leðurblökukonu og hlutgera líkama Chris Hemsworth. Ekki í …

Hlusta

Kvik yndi - 12

It’s not hlaðvarp – It’s Kvik yndi

Disney er búið að gefa út dagskrá næstu áranna, þannig að það er eins gott að við njerðirnir séum ekki búin að gera mörg plön. Annað í fréttum: It chapter 2. trailerinn fríkaði okkur út. Fréttir af raddleikara Bangsímon fríkaði okkur enn meira út. Og svo er auðvitað nóg af …

Hlusta

Kvik yndi - 11

Loðinbarði lengi lifi

Kvik yndin kveðja Peter Mayhew sem lést 30. apríl, en hann lék Loðinbarða (Chewbacca) og var dáður af öllum sem þekktu hann. Takk fyrir okkur! Einnig er kvaddur John Singleton leikstjóri. Í þættinum er rætt sjónvarpsefni sem er í bígerð: Spider-verse, Hateful Eight, Ghost Rider og Willow. Kvikmyndafréttir eru af …

Hlusta

Kvik yndi - 10

Spurt að leikslokum

Kvik yndin hafa séð Avengers: Endgame… en lofa að tala ekkert um hana né spilla! Þess í stað tileinka þau þættinum öllum hinum stórvirkjunum í kvikmyndaheimi Marvel og gera þessum tímamótum/ leikslokum/enda-geimi góð skil. Enda mikið þrekvirki að baki hjá kvikmyndaverinu afkastamikla og framtíðin ekkert annað en spennandi, hver sem …

Hlusta

Kvik yndi - 9

Upprisa Geimgengils

Loksins kom titill og sýnishorn nýju Stjörnustríðs myndarinnar! Kvik yndi ræða Ris Geimgengilsins og allt því tengt, líka það sem fólk getur rifist um á internetinu. Fréttir vikunnar eru fjölbreyttar og Kvik yndin horfðu á mikið efni. Bond biður Phoebe Waller-Bridge um hjálp, smá Akira, The Good Place, Sabrina, Amy …

Hlusta

Kvik yndi - 8

Ohayo Morgen!

Kvik yndin slá öll met í alþjóðlegheitum og senda út nýjasta þátt sinn frá „Shining-hóteli“ í Japan og köldu vori í Þýskalandi, samstundis! Hér er ýmist rætt: Disney+, tribal tattúin á Jeremy Renner og dökka 90’s varalitinn á Captain Marvel. Njótið! Kvik yndi er þáttur fyrir alla sem hafa yndi …

Hlusta

Kvik yndi - 7

Dauði úr öllum æðum

Glænýr föstudagur og glænýtt Kvik yndi! Allskonar dauði sé hér: The Dead Don’t Die og Too Old to Die Young -til dæmis. Kvik yndum finnast mest spennandi, þessa vikuna, fréttir af Cowboy Bebop og Akira sem er japanskt teikniefni sem er í miklu uppáhaldi. Lengi hefur staðið til að gera …