Hlusta

Kvik yndi - 3

Ari Eldjárn og íslenskt bíó

Í þriðja þætti fær Kvik yndi gestinn Ara Eldjárn sem með sönnu má kalla kvikmyndnörd sem býr yfir snarskemmtilegri vitnesku um íslenska kvikmyndagerð. Í spjalli við Ragnar dúkka upp fáheyrðar sögur og Ari gengst við kvikmyndagræjublæti sínu. Melkorka og Ragnar taka einnig stöðuna fréttum og ræða meðal annars Russian Doll, …

Hlusta

Kvik yndi - 2

Segðu mér satt

Á 5 ára stórafmæli Alvarpsins skýst annar þáttur Kvik yndis í loftið! Kvik yndin taka fyrir nýjustu fréttir í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum ásamt því að ræða niðurstöður Óskarsverðlaunanna. Ragnar reyndist spá rétt fyrir um (glötuð) úrslit bestu myndar… En meðal annars kemur í ljós að Melkorka er að gleypa í …

Hlusta

Kvik yndi - 1

Óskarinn og þannig drasl

Í dag hefst nýr þáttur á Alvarpinu sem ber heitið Kvik yndi. Stjórnendurnir, Melkorka Huldudóttir og Ragnar Hansson, hafa mikið yndi af kvikmyndum og hafa samtals stjórnað þrem þáttum um kvikmyndir hér á Alvarpinu. Trí ló gík, Popp og fólk og Skylduáhorf. Nú kveður við nýjan tón og er Kvik …