Hlusta

Skylduáhorf - 17

Alan Partridge

Skylduáhorf snýr aftur úr löngum dvala með einum ástsælasta grínkarakter allra tíma, í það minnsta í huga Ragnars þáttastjórnanda: Alan Partridge. Alan, leikinn af Steve Coogan, er ekki mörgum Íslendingum kunnur, en er þó einn vinsælasti karakter Bretlands og hefur verið síðasta aldarfjórðunginn. Þessa dagana er verið að sýna nýja …

Hlusta

Skylduáhorf - 16

Observe and Report

Sandra Barilli snýr aftur og ætlar leyfa Ragnari að hrútskýra Observe and Report fyrir sér, en þau enda meira og minna á að ræða meyjarhöft, flassara og einkalíf Söndru. Ekki fyrir viðkvæma. Ekki gleyma svo að horfa á Tvöfalt Líf Veróniku fyrir næsta þátt! Alvarpið er einnig að finna á …

Hlusta

Skylduáhorf - 15

Bring It On

Nýjasti stórvinur Alvarpsins, spunaleikkonan og flippkisinn Sandra Barilli er gestur Ragnars í dag í Skylduáhorfi. Hún setur honum fyrir klappstýru/aldarmótarsnilldina Bring It On með Kirsten Dunst í aðalhlutverki og mikil var skemmtunin. Í næsta þætti má svo heyra þau ræða myndina sem Ragnar setti henni fyrir: Observe And Report. Njótið! …

Hlusta

Skylduáhorf - 14

Raising Arizona

Þá er komið að seinna spjalli Ragnars við Ævar „ekki-alvöru-vísindamann“ Þór Benediktsson og í þetta sinn ræða þeir um einhverja albestu mynd sem Ragnar þykist hafa séð: Raising Arizona. Eða, þeir kannski „ræða“ hana ekki mikið… Meira svona að Ragnar talar og talar og talar um hana. Ekki missa svo …

Hlusta

Skylduáhorf - 13

The Rock

Nicholas Cage. Sean Connery. Ed Harris. Michael Bay. Þarf að segja eitthvað meira? Í þessum þætti af Skylduáhorfi fær Ragnar til sín leikarann, vísindamanninn og metsöluhöfundinn Ævar Þór Benediktsson sem heldur upp á margar ansi áhugaverðar myndir. Þar á meðal Connery/Cage stórvirkið The Rock, sem Ragnar hefur aldrei séð! Whaaaaaa?! …

Hlusta

Skylduáhorf - 12

Ordinary People

Ragnar er mættur aftur og enn er Gunnar bróðir hans gesturinn… en í þetta sinn horfðu þeir á eina af uppáhaldsmynd Gunnars: Ordinary People. Fjarri því að vera venjulegir bræður og fjarri því að vera venjuleg mynd! Verið svo reddí fyrir gest næstu viku, en hann setti Ragnari fyrir Cage …

Hlusta

Skylduáhorf - 11

Blade Runner og Zero Charisma

Ragnar leitar ekki langt yfir skammt til að ræða næstu kvikmyndir. Bróðir hans Gunnar er mættur til leiks að ræða framtíðarklassíkina Blade Runner og framtíðar-klassíkina (get it?) Zero Charisma. Gunnar vildi horfa á sci-fi, en Ragnar þóttist vita betur. Hver hefur rétt fyrir sér?! Bræður munu berj… er… ræða kvikmyndir! …

Hlusta

Skylduáhorf - 10

Casablanca

Þá er komið að seinni lotunni milli Ragnars og gests hans Steindórs Grétars og í þetta sinn ráðast þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Viðfangsefni þáttarins er líklega klassískasta klassíska mynd allra tíma: Casablanca. Njótið! Alvarpið er einnig að finna á iTunes store!

Hlusta

Skylduáhorf - 9

The Hustler

Steindór Grétar Jónsson er hössler. Ekki þó í algengustu merkingu orðsins í dag… né í gamla daga… né mögulega nokkurn tímann. Kannski er hann bara enginn hössler eftir allt saman. En hann er klassískur maður sem fílar klassískar kvikmyndir. Helst í svarthvítu. En þrátt fyrir það hafði Steindór Grétar ALDREI …

Hlusta

Skylduáhorf - 8

The Fifth Element

Þá er komið að seinna spjalli Ragnars við Andreu Björk Andrésdóttur og í þetta sinn ræða þau epísku og litríku geimóperuna hans Luc Besson: The Fifth Element. Ragnar spyr sérstaklega út í appelsínugulu Gaultier peysuna sem Andrea klæddist í viðtalinu, en þessi fræga peysa tengir hana við kvikmyndina á ýmsan …