Hlusta

Trí ló gík - 20

Christopher Guest

Leikarinn og grínistinn Gunnar Hansson mætir í stúdíó Tríló og ræðir þá gamanmynd sem hefur haft mest áhrif á feril hans og skopskyn: Hið eilífa meistaraverk This is Spinal Tap. Sú mynd skaut mörgum grínistum upp á stjörnuhimininn og þá ekki síst snillingnum Christopher Guest sem tók upp leikstjórahanskann sjálfur …

Hlusta

Trí ló gík - 19

Cornettos þríleikurinn

Þrír litir Cornettos: Rauður, Blár og Grænn. Shaun of the Dead, Hot Fuzz og The World’s End, öðru nafni Cornetto þríleikurinn, er á matseðli 19. þáttar Trí ló gíkur. Eygló Kristjánsdóttir kemur öðru sinni í þáttinn og gæðir sér á þessu gúrmei með Trí ló gíkur nördunum. Hversu ómótstæðilegir eru …

Hlusta

Trí ló gík - 18

Evil Dead

Nú í átjánda þætti Trí ló gíkur kemur ofurpistlahöfundurinn Hrafn Jónsson a.k.a. Krummi með hræðilegan þríleik sem bíónördarnir eru meira en til í að kjamsa á. Evil Dead þríleikurinn hefur mótað margan manninn og konuna enda hin upphaflega ,,cabin in the woods’’ hryllingsmynd. Andhetjan Ash er ómótstæðilegur í meðförum Bruce …

Hlusta

Trí ló gík - 17

Star Wars þríharmleikurinn

„Boba Fett er Messías, eingetinn, sem reis upp úr sarlacc pyttinum á þriðja degi.“ Trí ló gík rís á ný á 2ja ára afmæli Alvarpsins! Allra fyrsti gestur þáttarins Hugleikur Dagsson snýr aftur og tæklar hinar alræmdu forsögu Star Wars myndir. Einnig þekktar sem prequelin eða 1,2 og 3 og …

Hlusta

Trí ló gík - 16

Þríleikur Jólaandans

Þá er komið að sjálfum jólaþætti Trí Ló Gíkur og hver er betri gestur en jólabarnið Diljá Ámundadóttir, betur þekkt sem Diljól þessa dagana. Diljá tók saman þrjár af þeim jólamyndum sem hún lætur aldrei framhjá sér fara um hátíðarnar: National Lampoon’s Christmas Vacation, Love Actually og Miracle On 34th …

Hlusta

Trí ló gík - 15

Buscemi blæti

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir kann að meta Steve Buscemi og Trí ló gík kann að meta Steve Buscemi. Því reyndist það Trí ló gík fremur létt að sveigja þáttarformið og ræða með mikilli gleði þrjár afburðar myndir: Living in Oblivion, Fargo og Ghost World. Því svona í alvöru: Hver kann ekki …

Hlusta

Trí ló gík - 14

Halloween

Hrekkjavakan á skilið góðan þátt. Því fékk Trí ló gík ekki bara einn frábæran gest, heldur tvo frábæra gesti: Hefnendurnir Ævorman og Hulkleikur, einnig þekktir sem Jóhann Ævar Grímsson og Hugleikur Dagsson, koma og ræða Halloween I, Halloween II og Halloween: H20. Nú komumst við að því hversu mikið fjórar …

Hlusta

Trí ló gík - 13

Indiana Jones

Einn dyggasti hlustandi Trí ló gíkur, Eiríkur Jónsson, var alltaf að kvarta yfir hvað þríleikjaþættirnir væru stuttir og því buðu hjónin Melkorka og Ragnar honum tækifæri til að setja peninginn þar sem munnur hans er… og græddu af tá og fingri! Dömur mínar og herrar: Fjórar klukkustundir af Indiana Jones. …

Hlusta

Trí ló gík - 12

Þrír litir Kieslowskis

Trí ló gíkur þáttur ,,fyrir þá sem hafa gaman af heimspeki og lífsspeki’’. Fáir komast með tærnar þar sem hún Sigríður Pétursdóttir hefur hælana þegar kemur að Litaþríleik Krzysztofs Kieslowskis: Blár, Hvítur og Rauður. Hún eys úr viskubrunni sínum við Trí ló gíkur hjónin og úr verður snarskemmtilegur og heimspekilegur …

Hlusta

Trí ló gík - 11

The Dark Knight

Græjumeistarinn Gunnlaugur Reynir Sverrisson spurði eitt sinn stórt á Facebook: „Er Batman þríleikur Christophers Nolans besti þríleikur allra tíma?“ Nú kemur hann í Trí ló gík og spurningunni er svarað. Strax. En svo er þríleikurinn ræddur í spað næstu rúma tvo tímana. Og nördað yfir sig. Trí ló gík 11: …