Back to the Future

Trí ló gík – 2

Back to the Future

Í öðrum þætti af Trí ló gík kemur Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndahönnuður til Melkorku og Ragnars og ræðir hina sívinsælu og skemmtilegu þrenningu Aftur til framtíðar.

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?

Ýmsu verður velt upp: Er handritið að fyrstu myndinni fullkomið? Hver átti upphaflega að leika Marty McFly? Leysir ofbeldi vandann? Hversu sturluð partý verða 21. október 2015? Hversu flinkur innanhússhönnuður er Biff? Og mikilvægast af öllu: HVAR ER FOKKING HOVERBOARDIÐ MITT?

Varað er við því að allar fléttur og öll endalok eru gefin upp í þáttunum því allt verður að ræða og það til hlítar.

Trí ló gík 2: Back to the Future by Alvarpið on Mixcloud

Trí ló gík er í umsjá bíónördahjónanna Melkorku Huldudóttur og Ragnars Hanssonar en þau fá til sín vel valda gesti sem spjalla um sinn uppáhalds kvikmyndaþríleik*. 

*Þríleikur verður teygjanlegt hugtak sem sveigist eftir smekk viðmælenda og þáttarstjórnenda.