Christopher Guest

Trí ló gík – 20

Christopher Guest

Leikarinn og grínistinn Gunnar Hansson mætir í stúdíó Tríló og ræðir þá gamanmynd sem hefur haft mest áhrif á feril hans og skopskyn: Hið eilífa meistaraverk This is Spinal Tap.

Sú mynd skaut mörgum grínistum upp á stjörnuhimininn og þá ekki síst snillingnum Christopher Guest sem tók upp leikstjórahanskann sjálfur nokkrum árum síðar, lyktaði af honum og gerði nokkar af betri gamanmyndum seinustu 20 ára.

Í þættinum er fjallað um nokkur af hans bestu verkum: Waiting for Guffman, Best in Show og The Mighty Wind og auðvitað Spinal Tap, en allar eiga þessar myndir sameiginlegt að vera svokallaðar „mockumentaries“, eða leiknar heimildarmyndir þar sem spuni ræður ríkjum.

Gunnar er enginn aukvissi þegar kemur að slíkum mockumentaries, ekkert frekar en Ragnar og Melkorka og fer drjúgur tími í að ræða þetta stórkostlega gamanform sem virðist aldrei ætla að úreldast.

Látið hárið síga, skrúfið viðtækin upp í 11 og njótið!

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?