Halloween

Trí ló gík – 14

Halloween

Hrekkjavakan á skilið góðan þátt. Því fékk Trí ló gík ekki bara einn frábæran gest, heldur tvo frábæra gesti: Hefnendurnir Ævorman og Hulkleikur, einnig þekktir sem Jóhann Ævar Grímsson og Hugleikur Dagsson, koma og ræða Halloween I, Halloween II og Halloween: H20.

Nú komumst við að því hversu mikið fjórar manneskjur geta talað yfir hver aðra… og hversu lítið þær geta talað um myndirnar sem þátturinn á að fjalla um.

Talað er um Halloween myndirnar líklega í u.þ.b. 20 mínútur en restin fer í misjafnt besserwiss, bull og fáraánlega hluti eins og hárkollu Warhols…

Lofum að þessi þáttur var biðarinnar virði.

Trí ló gík 14: Halloween by Alvarpið on Mixcloud

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?