Indiana Jones

Trí ló gík – 13

Indiana Jones

Einn dyggasti hlustandi Trí ló gíkur, Eiríkur Jónsson, var alltaf að kvarta yfir hvað þríleikjaþættirnir væru stuttir og því buðu hjónin Melkorka og Ragnar honum tækifæri til að setja peninginn þar sem munnur hans er… og græddu af tá og fingri!

Dömur mínar og herrar: Fjórar klukkustundir af Indiana Jones.

Já… Fjórar!

Þetta hlýtur að vera einhverskonar Íslandsmet í hlaðvarpi. Allavegana miðað við höfðatölu. En á sama tíma má jafnvel kalla þetta stystu fjóra tíma í lífi þínu, því Trí ló gík býður þér í stórkostlegt ferðalag, fullt af fróðleik, fyndni og fáránlegum staðreyndum!

Hvað átti Indy upphaflega að heita? Af hverju fór Spielberg svona illa með Willie? Hvað er málið með Lucas og aaaaaallt of unga elskhuga?

Þetta og meira í þessari mögnuðu þrettándabombu Trí ló gíkur!

Trí ló gík 13: Indiana Jones by Alvarpið on Mixcloud

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?