Star Wars þríharmleikurinn

Trí ló gík – 17

Star Wars þríharmleikurinn

„Boba Fett er Messías, eingetinn, sem reis upp úr sarlacc pyttinum á þriðja degi.“

Trí ló gík rís á ný á 2ja ára afmæli Alvarpsins!

Allra fyrsti gestur þáttarins Hugleikur Dagsson snýr aftur og tæklar hinar alræmdu forsögu Star Wars myndir.

Einnig þekktar sem prequelin eða 1,2 og 3 og jafnvel hjá sumum: „Star Wars myndirnar sem eru ekki til.“

En til ykkar sem halda því fram að fyrir þeim séu prequelin ekki til: „Sárin eru þarna undir plástrinum og þau munu aldrei gróa…“

Hér er pólitíkin krufin, rapeface Anakins stúderað og heitar umræðir skapast um sætar stelpur og douchebags.

Það er ekki hægt annað en að hlusta.

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?